Opið hús 2. apríl

Miðvikudaginn 2. apríl verður opið hús í Kvennaskólanum í Reykjavík, Fríkirkjuvegi 9, frá kl. 18:00 til 22:00. Námsframboð skólans, inntökuskilyrði og félagslíf verður kynnt. Þarna gefst tækifæri til að kynnast starfsemi skólans og hitta námsráðgjafa og kennara auk fulltrúa frá nemendafélagi skólans. Kynningin er einkum ætluð 10. bekkingum grunnskóla og aðstandendum þeirra en allir eru velkomnir.
 Sjá auglýsingu (486 KB) .