Karen Sif Vilhjálmsdóttir 3. NA varð Íslandsmeistari í 200 m bringusundi á 2.35,50.

Karen Sif Vilhjálmsdóttir nemandi Kvennaskólans í Reykjavík var Íslandsmeistari í 100 metra og 200 metra bringusundi á Íslandsmeistarmótinu í Laugardalslaug. Með þessum góða árangri mun hún fá að keppa í 100 metra bringusundi sem verður haldið í Póllandi dagana 8-11 desember. Einnig var hún Íslandsmeistari í 4x200 metra skriðsundi, 4x100 metra skriðsundi, 4x50 metra skriðsundi og í 4x50 metra fjórsundboðssundi með sveit sinni. Í sveitinni voru Karen Sif Vilhjálmsdóttir, Bára Kristín, Snjólaug Tinna og Ingibjörg Kristin og náðu þær að setja Íslandsmet í fjórsundboðssundinu. Karen Sif vann 6 gull, 2 silfur og 1 brons. Til hamingju Karen Sif fyrir frábæran árangur.