Dagur Sigurðarson (1937-1994) er ljóðskáld vikunnar.

Dagur var fæddur í Reykjavík 6. ágúst 1937. Hann lauk stúdentsprófi frá MR árið 1960. Dagur varð þekkt ljóðskáld á sjötta áratugnum en eftir hann liggja tólf bækur. Flestar þeirra eru ljóðabækur svo og ljóðaþýðingar. Dagur fékkst einnig við listmálun og hélt nokkrar einkasýningar og tók þátt í samsýningum.

ÁST MÍN


Ást mín er eilíf. Ég elska okkur öll,
ekki einúngis ykkur eða þig,
ekki einúngis mig.

Ást mín er hégómleg. Hún slítur upp blóm,
stjúpmæður og morgunfrúr, stíngur þeim
í hnappagöt, nýtur

ilms þeirra er þau visna. Ást mín er grimm.

Dagur Sigurðarson
(Glímuskjálfti, 1989)