Eyþór íþróttamaður ársins

Eyþór Þrastarson, nemandi í 2FF í Kvennaskólanum, var í gær valinn íþróttamaður ársins 2008 úr röðum fatlaðra. Eyþór er búinn að standa sig frábærlega á árinu en hann keppir í sundi. Verðlaunahófið fór fram á Radisson SAS Hótel Sögu í gær, miðvikudaginn 10. desember. Kvennaskólinn færir Eyþóri innilegar hamingjuóskir. Myndin er fengin að láni á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra (www.ifsport.is) en þar má lesa nánari umfjöllun um hófið og sjá myndasyrpu.