Námskynning Háskóla Íslands 2006

Námskynning Háskóla Íslands fer fram sunnudaginn 26. febrúar kl. 11 - 16.
Þar kynna allar deildir Háskóla Íslands námsframboð sitt, bæði grunnnám og framhaldsnám. Kennarar og nemendur deildanna veita upplýsingar og miðla af reynslu sinni og námsráðgjafar Háskólans verða einnig á staðnum.

Námskynningin fer fram í Aðalbyggingu, Íþróttahúsi H.Í., Odda, Öskju og Stúdentaheimilinu við Hringbraut (FS)

Í aðalbyggingu H.Í. verða guðfræðideild,  hugvísindadeild, Nemendaskrá HÍ, Námsráðgjöf H.Í.,  LÍN, Endurmenntun H.Í., RANNÍS, Fulbright,  Tungumálamiðstöð, og Félag samkynhneigðra stúdenta.
Í íþróttahúsi H.Í. verða hjúkrunarfræðideild, læknadeild og tannlæknadeild.
Í Odda verða félagsvísindadeild, lagadeild og viðskipta- og hagfræðideild.
Í Öskju verða lyfjafræðideild, raunvísindadeild og verkfræðideild.
Í Stúdentaheimilinu verða Félagsstofnun stúdenta, Stúdentaráð H.Í. og Bóksala stúdenta.