Sigur í Morfís

Föstudagskvöldið 31. október keppti Kvennaskólinn við FA í ræðukeppni Morfís og var umræðuefnið bjartsýni. Kvennó mælti með bjartsýni en FÁ á móti.
Ræðulið Kvennaskólans er skipað eftirtöldum nemendum:
Liðsstjóri - Garðar Þór Þorkelsson
Frummælandi - Björn Rafn Gunnarsson
Meðmælandi - Baldur Eiríksson
Stuðningsmaður - Viktor Orri Valgarðsson

Það er skemmst frá því að segja að Kvennó vann mjög örugglega eða með 376 stigum. Baldur Eiríksson var ræðumaður kvöldsins.