Skólaslit Kvennaskólans í Reykjavík

KVENNASKÓLANUM í Reykjavík var slitið í 134. sinn við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju 23. maí að viðstöddu fjölmenni. Brautskráður var 141 stúdent að þessu sinni. 
Verðlaun úr Minningarsjóði frú Þóru Melsteð, stofnanda Kvennaskólans í Reykjavík, fyrir hæstu meðaleinkunn og bestan heildarárangur á stúdentsprófi 2008 fyrstu ágætiseinkunn   9,59 hlaut  Sigurlaug S. Friðþjófsdóttir. Sigurlaug hlaut 10,0 í meðaleinkunn úr 4. bekk og er hún dúx skólans.

Stúdentspennann 2008, verðlaunin fyrir bestu stúdentsritgerðina, úr Verðlaunasjóði dr. Guðrúnar P. Helgadóttur, hlaut Steinunn S. Kristjánsdóttir  fyrir ritgerðina Fituhrörnun slagæða.

Verðlaun fyrir góðan árangur í bókfærslu hlaut Klara Bentsdóttir.

Verðlaun Danska sendiráðsins fyrir mjög góðan árangur á stúdentsprófi í dönsku hlutu Birna Hrund Björnsdóttir  og Unnur Ása Bjarnadóttir.  

Verðlaun skólans fyrir afburða kunnáttu í eðlisfræði hlaut Kristín Björg Arnardóttir enda hefur hún verið valin í liðið sem  keppir fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum í eðlisfræði sem haldnir verða í Víetnam í sumar.

Verðlaun skólans fyrir frammúrskarandi námsárangur í eðlisfræði hlaut einnig Snædís Kristmundsdóttir.

Verðlaun Efnafræðifélagsins fyrir frábæran árangur í efnafræði hlaut Kristín Björg Arnardóttir.

Verðlaun skólans fyrir frábæra ástundun og árangur í efnafræði hljóta Steinunn S. Kristjánsdóttir og Álfheiður Björgvinsdóttir.

Verðlaun Bandaríska sendiráðsins fyrir besta árangur í lokaáfanga í ensku á tungumálabraut  og ennfremur í Kvikmyndafræði og bókmenntum hlaut Inga Rós Höskuldsdóttir og verðlaun fyrir bestan árangur í Afrísk / amerískum bókmenntum hlaut Helga Aradóttir.

Verðlaun frá Kanadíska sendiráðinu fyrir framúrskarandi námsárangur bæði í ensku og frönsku hlaut Inga Rós Höskuldsdóttir og hún hlaut einnig verðlaun Franska sendiráðsins fyrir góðan árangur í frönsku. Einnig hlaut Sigurlaug S. Friðþjófsdóttir verðlaun frá Franska sendiráðinu.


Nýstúdentar við athöfnina í Hallgrímskirkju

Verðlaun skólans fyrir frábæran árangur í félagsfræði, mannfræði, stjórnmála- og afbrotafræði hlaut Sigurlaug S. Friðþjófsdóttir.

Verðlaun skólans fyrir góðan árangur í fjölmiðlafræði hlaut Júlíana Kristín Jóhannsdóttir.

Verðlaun skólans fyrir góðan árangur í heimspeki hlaut Hlynur Jónsson.

Verðlaun úr Móðurmálssjóði skólans fyrir framúrskarandi námsárangur í íslensku hlaut Heiðrún Ágústsdóttir.

Verðlaun skólans fyrir mjög góðan árangur í íslensku hlaut einnig Sigurlaug S. Friðþjófsdóttir.

Verðlaun skólans fyrir góðan árangur í íslenskri málfræði hlaut Herdís Ingibjörg Svansdóttir.

Viðurkenningu skólans fyrir íþróttir, heilsu- og líkamsrækt hlutu Davíð Jónsson og Tijana Drobnjak .

Viðurkenningu skólans fyrir einstakan árangur við lausn verkefna í lokaáfanga í jarðfræði hlaut Lena Sól Sörensen.
Verðlaun skólans fyrir jafnan og góðan árangur í öllum áföngum í líffræði  hlaut  Guðný Anna Árnadóttir.

Verðlaun úr Verðlaunasjóði frk. Ragnheiðar Jónsdóttur fyrir framúrskarandi námsárangur í sögu öll árin hlaut Hafdís Erla Valdimarsdóttir og Hólmfríður Ósk Arnalds  hlaut verðlaun skólans fyrir frábæran árangur í sögu, kjörsviði og vali.
Sigurlaug S. Friðþjófsdóttir hlaut verðlaun skólans fyrir framúrskarandi árangur í sálfræði.

Verðlaun Íslenska stærðfræðafélagsins fyrir framúrskarandi námsárangur í stærðfræði hlutu Ninna Björg Ólafsdóttir  og Kristín Björg Arnardóttir.

Einnig hlutu  Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Lilja Dögg Jónsdóttir og Steinunn S. Kristjánsdóttir verðlaun skólans fyrir frábæran árangur á stúdentsprófi í stærðfræði.
Sigurlaug S. Friðþjófsdóttir hlaut verðlaun skólans fyrir framúrskarandi árangur í uppeldisfræði.

Verðlaun frá Þýska sendiráðinu fyrir frábæra frammistöðu í þýsku hlutu Unnur Ása Bjarnadóttir og Helga Lísa Helgadóttir.


Sungið við athöfnina í Hallgrímskirkju

Stúdentar frá Kvennaskólanum í Reykjavík vorið 2008
  
Félagsfræðabraut – 4FS  
4FS Aðalheiður Steina Guðmundsdóttir 
4FS Alda María Almarsdóttir 
4FS Anna Margrét Arthúrsdóttir 
4FS Anna Guðný Gröndal 
4FS Ásta Hulda Ármann 
4FS Davíð Jónsson 
4FS Gabriella Unnur Kristjánsdóttir 
4FS Gunnhildur Ösp Kjærnested 
4FS Gyða Fanney Guðjónsdóttir 
4FS Hafdís Erla Valdimarsdóttir 
4FS Helena Hyldahl Björnsdóttir  
4FS Hulda Snorradóttir 
4FS Jóhann Eyþór Jóhannsson 
4FS Kristrún Kristinsdóttir 
4FS Lára Ágústa Hjartardóttir 
4FS Róbert Sveinn Lárusson 
4FS Ruth Þórðar Þórðardóttir 
4FS Sandra Sæbjörnsdóttir 
4FS Sigurveig Þórhallsdóttir 
4FS Silja Lind Haraldsdóttir 
4FS Sunna Rán Stefánsdóttir 
4FS Svanlaug Árnadóttir 
4FS Sveinbjörn Guðlaugsson 
4FS Valdimar Jóhannsson 
4FS Yousef Ingi Tamimi 
4FS Þórdís Inga Þórarinsdóttir  

Félagsfræðabraut 4FU 
4FU Anna Margrét Ólafsdóttir 
4FU Auður Anna Kristjánsdóttir 
4FU Davíð Alexander Östergaard 
4FU Elín Árnadóttir 
4FU Ester Ösp Sigurðardóttir 
4FU Eva Súsanna Muñoz Victorsdóttir 
4FU Fjóla Kristín Bragadóttir 
4FU Guðrún Drífa Egilsdóttir 
4FU Guðrún Sif Pétursdóttir 
4FU Gunnar Geir Hinriksson 
4FU Hólmfríður Ósk Arnalds 
4FU Hrafnhildur Hugrún Skúladóttir 
4FU Hugrún Björnsdóttir 
4FU Ingibjörg Johnson 
4FU Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir 
4FU Kári Einarsson 
4FU Kristrún Kristjánsdóttir 
4FU Linda Óskarsdóttir 
4FU Lydía Dögg Egilsdóttir 
4FU Rannveig Anna Guðmundsdóttir 
4FU Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir Dúx skólans með ágætiseink. 9,59
4FU Silja Jóhannsdóttir 
4FU Sólrún Helga Guðmundsdóttir 
4FU Vilborg María Alfreðsdóttir 

Náttúrufræðibraut  4NL 
4NL Anna Kristín Birgisdóttir 
4NL Anna Gréta Oddsdóttir 
4NL Álfheiður Björgvinsdóttir 
4NL Davíð Arnar Oddgeirsson 
4NL Guðný Anna Árnadóttir þriðja hæst á Náttúrufræðibraut  ágeink.  9,15
4NL Heiðrún Hafsteinsdóttir 
4NL Hlynur Jónsson 
4NL Ingibjörg Jónsdóttir 
4NL Ívar Sveinsson 
4NL Kristinn Roach Gunnarsson 
4NL Linda Björk Kristinsdóttir 
4NL Margrét Lilja Sigurgeirsdóttir 
4NL María Kristjánsdóttir 
4NL Matthildur Bjarnadóttir 
4NL Sigríður Jasonardóttir 
4NL Snædís Björt Agnarsdóttir 
4NL Stefanía Ösp Guðmundsdóttir 
4NL Stella Rún Steinþórsdóttir 
4NL Þóra Hrund Jónsdóttir

Náttúrufræðibraut  4NS 
4NS Aðalsteinn Tryggvason 
4NS Anna Jakobína Guðjónsdóttir 
4NS Arndís Ýr Hafþórsdóttir 
4NS Birna Hrund Björnsdóttir 
4NS Björn Pálmi Pálmason 
4NS Bryndís Björk Arnardóttir 
4NS Dagný Vilhelmsdóttir 
4NS Edda Arnaldsdóttir 
4NS Elna Albrechtsen 
4NS Guðlaug Gylfadóttir 
4NS Helga Aradóttir 
4NS Ingvar Kristinn Guðmundsson 
4NS Klara Bentsdóttir 
4NS Kristín Björg Arnardóttir Hæst á N-braut og næst hæst yfir skólann  9,22
4NS Lilja Dögg Jónsdóttir  með ágætiseinkunn 9.04     (4.hæst á N)
4NS Lóa Rún Björnsdóttir 
4NS Máni Cong Van Jósepsson 
4NS Már Viðarsson 
4NS Ninna Björg Ólafsdóttir 
4NS Sigríður Elísabet Árnadóttir 
4NS Sigrún Ívarsdóttir 
4NS Sigrún Þormóðsdóttir 
4NS Snædís Kristmundsdóttir 
4NS Steinunn S. Kristjánsdóttir  Næst hæst á náttúrufræðibraut  með  9,16
4NS Tryggvi Stefánsson 
4NS Viktor Þór Georgsson 

Náttúrufræðibraut 4NÞ 
4NÞ Andrea Kristinsdóttir 
4NÞ Anna Kristín B. Jóhannesdóttir 
4NÞ Atli Magnús Gíslason 
4NÞ Ása Dögg Aðalsteinsdóttir 
4NÞ Brynjar Orri Oddgeirsson 
4NÞ Daníel Bernstorff Thomsen 
4NÞ Darri Skúlason 
4NÞ Eiríkur Þórir Baldursson 
4NÞ Elísa Björg Sveinsdóttir 
4NÞ Guðrún Bentína Frímannsdóttir 
4NÞ Helga Lísa Helgadóttir 
4NÞ Helga Jónsdóttir 
4NÞ Kári Geir Gunnarsson 
4NÞ Kristín Einarsdóttir 
4NÞ Kristín Júlíana Erlendsdóttir 
4NÞ Lena Sól Sörensen 
4NÞ Lilja Björk Sigmundsdóttir 
4NÞ Oddný Karen Arnardóttir 
4NÞ Sara Lillý Þorsteinsdóttir 
4NÞ Sigríður Þóra Þórólfsdóttir 
4NÞ Sindri Rafn Þrastarson 
4NÞ Steinar Atli Skarphéðinsson 
4NÞ Tijana Drobnjak 
4NÞ Valgerður Jóhannsdóttir 
4NÞ Wentzel Steinarr R Kamban 

Málabraut  4T 
4T Anna Margrét Gunnarsdóttir 
4T Arna Sif Gunnarsdóttir 
4T Bjarney Guðmundsdóttir Blöndal 
4T Bryndís Ósk Þorleifs Ingvarsdóttir 
4T Guðrún Ósk Sigurðardóttir 
4T Gunnar Örn Egilsson 
4T Hanna Lind Garðarsdóttir 
4T Harpa Dögg Fríðudóttir 
4T Heiðrún Ágústsdóttir   
4T Helga Valdís Cosser 
4T Herdís Ingibjörg Svansdóttir 
4T Inga Rós Höskuldsdóttir 
4T Júlíana Kristín Jóhannsdóttir 
4T Kristín Eygló Kristjánsdóttir 
4T Kristjana Björg Reynisdóttir 
4T Melkorka Edda Sigurgrímsdóttir 
4T Oddný Silja Herdísardóttir 
4T Sunna Rut Þórisdóttir 
4T Thelma Björnsdóttir   
4T Unnur Ása Bjarnadóttir  Hæst á málabraut   með eink. 8,95

Listnámsbraut   
4U Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir 

Við athöfnina lék Björn Pálmi Pálmason nýstúdent á píanó etýðu eftir Chopin og Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir nýstúdent af listabraut lék kafla úr fiðlusónötu eftir Ravel. Meðleikari hennar var Bjarni Frímann Bjarnason.
Anna Margrét Arthúrsdóttir  flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta.

Skólameistari sagði frá því að skólanum bárust í vetur stórgjafir frá þakklátum fyrrum nemendum skólans. Gjafirnar voru margar: 25 fartölvur, 25 borðtölvur og tveir flatskjáir fyrir tilkynningar frá skrifstofu. Einnig lögðu þeir myndarlega gjöf í málverkasjóð svo hægt yrði að mála mynd af Aðalsteini Eiríkssyni fyrrum skólameistara. Bjarni Ólafur Ólafsson afhenti myndina fyrir hönd þessa örláta hóps.


Aðalsteinn Eiríksson, Stephen William Lárus Stephen og Ingibjörg Guðmundsdóttir við afhjúpun málverksins af Aðalsteini.

Af þessu tilefni sagði skólameistari: „Aðalsteinn Eiríksson hóf kennslustörf við Kvennaskólann í Reykjavík árið 1960, tvítugur að aldri. Seinna varð hann yfirkennari skólans og síðan skólameistari frá 1982 til 1998. Hann starfaði við skólann í 38 ár. Á eitt hundrað ára afmæli skólans 1974 kom saga Kvennaskólans í Reykjavík út og ritaði Aðalsteinn meginkafla bókarinnar um skólastarfið í 100 ár. Hann stjórnaði skólanum á miklum breytingatímum þegar grunnskóla var breytt í áfangaskóla á framhaldsskólastigi árið 1979 og bekkjakerfisskóla 1987. Aðalsteinn var brautriðjandi í nútíma skólastjórnun, innleiddi mat á skólastarfi, árangursstjórnunarsamninga og stjórnunarlegt sjálfstæði skólans. Undir hans forystu hlaut skólinn fyrstu viðurkenningu fjármálaráðuneytisins sem Ríkisstofnun til fyrirmyndar árið 1996.
Sem skólameistari var Aðalsteinn þó fyrst og fremst skólamaður í þess orðs bestu merkingu, mannvinur sem vildi leiðbeina og greiða götu nemenda og starfsmanna ef mögulegt var. Ég lærði mikið af Aðalsteini og áhrifa hans gætir ljóslega í Kvennaskólanum. Það er okkur mikið ánægjuefni að þessi mynd skuli komast í eigu skólans og mun hann sóma sér vel með fjórum fyrirrennurum sínum í starfi. Búið er að breyta talsverðu í salnum þar sem myndirnar hanga til að þær njóti sín sem best. Þetta sjáið þið þegar þið komið í skólann á eftir.
Við vorum byrjuð að safna í sjóð fyrir þessari mynd með gjöfum frá nokkrum afmælisárgöngum. Hópurinn hans Bjarna Ólafs bætti við því sem þurfti til að klára verkið.
Stephen William Lárus Stephen heitir listamaðurinn og hefur honum tekist verkið mjög vel. Aðalsteinn er hér ljóslifandi kominn með húmorinn á vörunum.“


Myndin af Aðalsteini Eiríkssyni komin á vegg í Kvennaskólanum.

Aðalsteinn Eiríksson ávarpaði viðstadda og síðan söng stúdínukór undir stjórn Margrétar Helgu Hjartardóttur.

Nokkrir fulltrúar 60 ára afmæliárgangs skólans voru viðstaddir og Gréta Backmann talaði fyrir þeirra hönd.

Fyrir hönd 30 ára afmælisárgangsins talaði Rúna Hauksdóttir og færðu þær skólanum myndarlega peningaupphæð í listaverkasjóð.


Erla Elín Hansdóttir, Margrét Jónsdóttir og Lovísa Sigurðardóttir í móttökunni í Kvennaskólanum að lokinni útksriftarathöfninni.