Nemendur heimsóttu Héraðsdóm Reykjavíkur og Hæstarétt Íslands.

Nemendur í áfanganum AFB3L05 (Afbrotafræði) heimsótttu Héraðsdóm Reykjavíkur og Hæstarétt Íslands í vikunni. Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur fjalli á gagnrýninn hátt um álitamál er tengjast fráviks og afbrotahegðun og viðbrögðum samfélagsins við þeim. Liður í náminu er að kynna sér stofnanir sem fást við viðbrögð samfélagsins við afbrotum s.s. dómstóla og lögregluna. Fyrr í vetur fóru nemendur að heimsækja Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu . Í heimsóknunum fengu nemendur leiðsögn um húsin frá aðstoðarmönnum dómara sem sögðu þeim frá starfsemi dómstólanna. Hópur nemenda ákvað að lengja heimsóknina í Hæstarétt í gær og vera viðstödd dómsuppkvaðningu seinnipart dags. Það var mikil upplifun að sjá hversu formleg samskiptin eru í dómsal og fylgjast með lögmönnum og sakborningum þegar dómurinn var lesinn upp.