Vortónleikar Kórs Kvennaskólans í Reykjavík verða haldnir fimmtudaginn 26. apríl kl 20:00 í Fríkirkjunni í Reykjavík.

Flutt verða bæði klassísk íslensk lög og  poppuð lög sem margir ættu að kannast við. Aðgangur inn á tónleikana er ókeypis en veitingasala verður eftir tónleikana í Uppsölum Þinholtstræti 37.  Þar er aðgangseyrir 1000 kr og nóg af kökum og ýmsu góðgæti í boði. Veitingasalan er aðal fjáröflun kórsins og hvetjum við alla til að koma.

Ekki láta þetta einstaka tækifæri framhjá ykkur fara! Köllum inn sumarið með kór Kvennaskólans í Reykjavík