Nemendur í 3H verða með sýningarstjóraspjall á Kjarvalsstöðum laugardaginn 26. nóvember kl. 15:00

 Hópur nemenda úr Kvennaskólanum í Reykjavík fékk tækifæri til að kynnast verkum Kjarvals og starfi sýningastjóra með þátttöku í nýju verkefni á vegum safnsins. Sýningin var opnuð þann 19. nóvember og stendur til áramóta. Sýningarverkefnið var unnið í samvinnu við Önnu Jóa, myndlistarmann, listgagnrýnanda og kennara í áfanganum listasaga og listfræði við Kvennaskólann í Reykjavík.

Hægt er fræðast meira um sýninguna hér