Kvennaskólinn bauð í veislu vegna stækkunar húsnæðis.

Í tilefni þess að Kvennaskólinn í Reykjavík hefur nú fengið Miðbæjarskólann til afnota eftir umfangsmiklar endurbætur, var öllum þeim sem að því góða verki stóðu boðið að skoða húsnæði skólans.Skoðunarferðin hófst í íþróttasal Miðbæjarskólans  með ávarpi skólameistara. Síðan var gengið um skólann og þetta glæsilega húsnæði skoðað, þar næst var farið í nýtt bókasafn að Fríkirkjuvegi 9 og endað í nýju mötuneyti að Þingholtsstræti 37 þar sem léttar veitingar voru bornar fram.