Kór Kvennaskólans heldur vortónleika sína í Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudagskvöldið 30. apríl klukkan 20:00.

Síðastliðinn föstudag hélt kór Kvennaskólans í tónleikaferð á Sólheima í Grímsnesi. Þar söng kórinn blöndu af nýjum og gömlum popp- og rokklögum við afar góðar undirtektir íbúa og gesta. Sérstaka athygli vakti framkoma og sönggleði kórfélaga.
Kórinn endurtekur leikinn í Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudagskvöldið 30. apríl klukkan 20:00. Höfundar laga á efnisskránni eru m.a. Retro Stefson, Tom Waits, Ásgeir Trausti og Valdimar. Aðgangur er ókeypis, en að tónleikunum loknum standa kórfélagar fyrir kaffisölu í fjáröflunarskyni í mötuneyti skólans í Uppsölum.