Pizzuboð hjá skólameistara

Sú skemmtilega  hefð hefur skapast í Kvennaskólanum að þeim bekk, sem hefur bestu raunmætinguna á skólaárinu, hefur verið boðið í pizzuveislu heim til skólameistarans. Í ár urðu tveir bekkir hnífjafnir þannig að  ákveðið var að bjóða þeim báðum ásamt Ingibjörgu A. og Sólveigu umsjónarkennurum bekkjanna. Það voru 3-NS og 1-NA sem stóðu sig best í mætingunum í vetur og mættu þeir heim til Ingibjargar skólameistara mánudagskvöldið 26. maí þar sem þeir áttu ánægjulega kvöldstund áður en þeir héldu út í sumarið.