Vel heppnað opið hús

Síðastliðið fimmtudagskvöld var opið hús í Kvennaskólanum, sérstaklega ætlað 10. bekkingum og forráðamönnum þeirra.
Fjöld fólks nýtti sér þetta boð og fékk upplýsingar um námið og skólann ásamt því að fara í skoðunarferðir um byggingarnar undir leiðsögn nemenda og starfsfólks. Kvöldið heppnaðist mjög vel og var almenn ánægja með hvernig til tókst.
Stjórnendur vilja þakka þeim sem komu og eins nemendum og starfsfólki sem lagði lið við kynninguna.