Ljóðskáld vikunnar er Pétur Gunnarsson (f. 1947)

Pétur er fæddur 15. júní 1947 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1968 og hélt síðan til náms í Frakklandi. Þaðan lauk hann meistaraprófi í heimspeki (maîstrise) frá Université d´Aix-Marseille árið 1975. Pétur hefur síðan verið mikilvirkur rithöfundur, skáld og þýðandi. Hann var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir ritstörf og framlag til íslenskra bókmenna árið 2011.

Yddarinn
Ætli það sé fleira í lífinu eins og þessi yddari
annað blað skrúfað í hliðina
ætlað til að taka við af þessu bitlausa?

Fæstir taka eftir því
nenna ekki neinu veseni
eiga ekki svona lítið skrúfjárn
yddarar auk þess svo ódýrir

Annað líf?

Pétur Gunnarsson

(Að baki daganna, 2003)