Fræðsla fyrir foreldra: Samtal um áfengisforvarnir

Fræðsla fyrir foreldra: Samtal um áfengisforvarnir

Til foreldra nemenda á fyrsta og öðru ári í Kvennaskólanum.

Ykkur er boðið á fræðslukvöld hér skólanum næstkomandi þriðjudag, 27. maí. Þá mun Héðinn Svarfdal, sérfræðingur hjá Landlæknisembættinu og verkefnisstjóri Heilsueflandi framhaldsskóla ræða við ykkur um gagnreyndar aðferðir til að sporna gegn áfengisneyslu unglinganna ykkar.

Við hvetjum ykkur eindregið til að þiggja þetta boð, því sumarið er eitt af varasömum tímabilum varðandi áhættuhegðun unglinga. Foreldrar gegna lykilhlutverki í forvörnum og fræðslunni er ætlað að styðja ykkur og styrkja í þessu hlutverki ykkar.

Fræðslan fer fram þriðjudaginn 27.maí klukkan 19:30-20:30 í stofu M19 í Miðbæjarskóla.

Valgerður Ólafsdóttir, forvarnafulltrúi Kvennaskólans

Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólameistari