Eplavika í Kvennaskólanum

Mikil vinna hefur verið lögð í að skipuleggja eplavikuna.  Búið er skreyta allar byggingar Kvennaskólans. Dagskrá vikunnar er  fjölbreytt og skemmtileg, en einn af hápunktum vikunnar er eplaútvarpið sem er útvarpað frá Leginu. Í hádegishléunum verða tónlistarmenn, sem fylla matsalinn af ljúfum tónum á meðan fólk snæðir hádegismatinn.

Fimmtudaginn 22. nóvember er hinn árlegi epladagur. Fyrir hádegi munu fulltrúar nemendafélagsins ganga í bekki og bjóða upp á epli. Kvennókórinn mun syngja í hádeginu í Uppsölum og einnig er ræðukeppni. Kennt er til kl. 13:10. Eftir það er gefið leyfi vegna skemmtidagskrár Keðjunnar í matsalnum í Uppsölum, en þar mun fara fram eplalagakeppnin og síðan verður eplamyndin, sem videonefndin tók upp sýnd.

Samkvæmt venju fara bekkirnir saman út að borða um kvöldið og síðan er dansleikur í Súlnasalnum. Dansleikurinn byrjar kl. 22:00 og stendur til 01:00. Leyfi er í fyrsta tíma föstudaginn 23. nóvember og kennsla hefst því kl. 9.20. 

Meira um dagskrá eplavikurnnar má sjá HÉR

     

Gleðilega eplaviku!