Rymja

Rymja, söngkeppni Kvennaskólans, var haldin fimmtudaginn 8. mars. Í 1. sæti varð Arnór Heiðarsson í 4-FU og mun hann verða fulltrúi Kvennaskólans í Söngkeppni framhaldsskólanna. Í 2. sæti varð Fjóla Kristín Bragadóttir í 3-FU og í 3. sæti varð Melkorka Edda Sigurgrímsdóttir í 3-T. Frumlegasta atriðið þótti framlag þeirra Hrafnkels Más Einarssonar, Jóhanns Jónssonar og Lúðvíks Snæs Hermannssonar en þeir eru allir í 4. bekk. Formaður dómnefndar var Margrét Bóasdóttir.