Fúría frumsýnir Vorið vaknar

Leiksýning Kvennaskólans í ár er barna-harmleikurinn Vorið Vaknar eftir Frank Wedekind. Leikritið sem samið var árið 1892 var bannað í mörg ár vegna vafasamra atriða og persóna í verkinu. Mikið er um spennu og dramatísk atriði á köflum en einnig eru hláturtaugarnar kitlaðar... oft.

Hópurinn sem að verkinu stendur er samsettur af undursamlegu sviðsmyndarfólki, leikmunareddurum, förðunardömum, búningateymi, tónlistarmönnum og síðast en alls ekki síst gommu af frábærum leikurum. Saman hafa meðlimir Fúríu staðið að uppsetningu þessarar sýningar og allir lagt sitt af mörkum til þess að gera hana sem flottasta.

Leikstjóri er Kári Viðarsson. Hann kemur ungur og ferskur beint frá Rose-Bruford leiklistarskóla í Bretlandi og hefur áralanga reynslu af leiklistarstörfum af ýmsu tagi. Honum til halds og trausts eru tvær dömur, Unnur Birna Vihjálmsdóttir danshöfundur og kvennaskólamærin og meðlimur Fúríu Gunnhildur Erla Davíðsdóttir aðstoðarleikstjóri.

Sýningatímar:

18.Mars – Frumsýning 19:00
20.mars – Sunnudagur 20.00
25. mars – föstudagur 20:00
27.mars – Sunnudagur 20:00
31. mars – Fimtudagur 20:00
3. apríl - Lokasýning 20.00


Verð: Keðjan – 1100 kr.-
Námsmenn – 1600 kr.-
Aðrir – 2000 kr.-

Hægt er að panta miða í símum; 898-9440 eða 692-5076
einnig getið þið pantað í gegnum facebook Fúríu eða sent okkur e-mail á leikfelagidfuria@gmail.com

Sýningin er ekki við hæfi ungra barna og viðkvæmra.

Fúría leikfélag Kvennó hlakkar til að sjá þig og þína í Uppsölum (Þingholtsstræti 37)!