Innritun í Kvennaskólann í Reykjavík vorið 2010

Innritun 10. bekkinga (fæðingarár 1994 eða síðar) fer fram í gegnum www.menntagatt.is  dagana 12.-16. apríl og síðan er hægt að endurskoða innritunina dagana 7.-11. júní 2010.

Innritun þeirra sem eru fæddir 1993 eða fyrr fer fram í gegnum www.menntagatt.is dagana 20. apríl - 31. maí.

Kvennaskólinn í Reykjavík starfar eftir bekkjakerfi og námið er skipulagt þannig að nemendur geta lokið stúdentsprófi á 3-4 árum. Skólinn starfrækir þrjár bóknámsbrautir til stúdentsprófs á sviði félags-, náttúru- og hugvísinda.

• Á félagsvísindabraut er lögð áhersla á almenna þekkingu í félagsvísindum auk þess sem nemendur sérhæfa sig í tveimur sérgreinum félagsvísinda.
• Á hugvísindabraut er hægt að sérhæfa sig í tungumálum, meðal annars 3. og 4. máli eða sleppa 4. máli og leggja þess í stað áherslu á menningarlæsi og umfjöllun um listir.
• Á náttúruvísindabraut er lögð áhersla á þekkingu í stærðfræði og náttúruvísindum.

Nánari upplýsingar um brautir skólans og námið eru hér á heimasíðunni undir liðnum Námið-nýtt.

Inntökuskilyrðin á námsbrautir skólans eru eftirfarandi:

 Braut   Skólaeinkunn í íslensku  Skólaeinkunn í ensku   Skólaeinkunn í stærðfræði
 Félagsvísindabraut 

 6,0

 6,0

 5,0

 Hugvísindabraut 

 6,0

 6,0

 5,0

 Náttúruvísindabraut 

 6,0

 5,0

 6,0

 
   Í töflunni eru þær lágmarkseinkunnir sem miðað er við inn á hverja braut. Reiknað er meðaltal þessara þriggja greina. Einnig er litið á aðrar greinar og skólasóknin skoðuð. Ef fleiri sækja um en skólinn getur tekið getur viðmiðið orðið hærra en lágmarkið.

Skólinn veitir nemendum úr Hagaskóla, Grunnskóla Seltjarnarness, Landakotsskóla og Tjarnarskóla forgang að 45% þeirra sæta sem innritað er í hverju sinni að uppfylltum inntökuskilyrðunum.
Þeir sem yngri eru en 18 ára njóta forgangs fram yfir þá sem eldri eru.

Nemendur sem hætt hafa námi við skólann eða gert hlé á því njóta einnig forgangs að lausum sætum í efri bekkjum skólans.