Innritun í framhaldsskóla 2008

Menntamálaráðuneytið hefur birt auglýsingu á heimasíðu sinni um innritun í framhaldsskóla 2008.
Innritunin fer fram á netinu og hefst miðvikudaginn 14. maí. Umsóknarfrestur um nám í dagskóla á haustönn 2008 er til miðnættis miðvikudaginn 11. júní.  Rafrænt umsóknareyðublað ásamt upplýsingum um innritunina er að finna á www.menntagatt.is/innritun.
Þar eru einnig upplýsingar um nám í framhaldsskólum og námsframboð. Kvennaskólinn býður upp á nám á þremur námsbrautum: Félagsfræða-, Mála- og Náttúrufræðibrautum.
Nemendur í 10. bekk grunnskóla fá afhent bréf í grunnskólunum með leiðbeiningum og veflykli sem opnar þeim aðgang að innrituninni. Forráðamenn þeirra fá einnig bréf frá ráðuneytinu með upplýsingum um innritunina.
Hægt er að sjá auglýsinguna á heimasíðu Menntamalaráðuneytisins með því að smella hér.