Nemendaskiptaverkefni

Nemendur í 2H eru nú í nemendaskiptaverkefni, sem styrkt er af Comenius, með nemendum við Sintermeerten skóla í Heerlen sem er sunnarlega í Hollandi. Hollensku nemendurnir munu dvelja á Íslandi í byrjun september og Kvennskælingarnir heimsækja Holland í apríl 2014. Tveir kennarar skólans, Ásdís Arnalds og Þórdís Eyvör Valdimarsdóttir, fóru í undirbúningsheimsókn nú fyrr í mánuðinum þar sem þær m.a. skoðuðu Sintermeerten skólann, funduðu með hollensku kennurunum sem taka þátt í verkefninu og skoðuðu áhugaverða staði til að heimsækja með nemendum næsta vetur. Íslensku og hollensku nemendurnir sem taka þátt í verkefninu hafa nú þegar hafið samskipti í gegnum sameiginlega síðu á Facebook. Einnig „hittust“ hóparnir nú í vikunni í gegnum Skype þar sem hver og einn kynnti sig og nemendur fengu tækifæri til að spyrja spurninga sem á þeim brunnu. Nemendur munu vinna margvísleg verkefni í tengslum við nemendaskiptin þar sem áherslan verður meðal annars á tungumál, menningu og ólíka legu og náttúru landanna tveggja.