Samningar við skóla á Sikiley

Í maí sl. voru tveir kennarar, Þórhildur Lárusdóttir og Friðrik Dagur Arnarson, og skólameistari Kvennaskólans, Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, í heimsókn á Sikiley vegna Comeníusar nemendskiptaverkefnis sem skólinn hefur tekið þátt í. Í ferðinni heimsótti hópurinn tvo skóla og gerður var tvíhliða framtíðarsamningur milli skólanna um að taka á móti nemendum frá skólunum til dvalar í þrjá mánuði. Samningnum er ætlað að uppfylla skilyrði vegna styrkja sem framhaldskólanemendum stendur til boða á vegum Comeníusaráætlunarinnar. Skólarnir sem um ræðir eru Liceo Scientifico Statale „Galileo Galilei“ og Liceo Classico „G. Garibaldi“ di Palermo. Kvennaskólinn lítur svo á að það sé spennandi og lærdómsríkt fyrir nemendur hans að geta kynnt sér önnur menningasamfélög með þessum hætti. Það er von skólans að nemendur hans nýti sér þetta tækifæri í framtíðinni.