Haustfrí

Föstudaginn 20. október hefst haustfrí Kvennaskólans. Nemendur og starfsfólk skólans fá fjögurra daga helgarfrí og hefst kennsla aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24. október. Vonandi hafa allir það sem best í fríinu og snúa endurnærðir til starfa í næstu viku, tilbúnir í lokasprett annarinnar:)