Útskrift stúdenta og skólaslit

Föstudaginn 29. maí voru 155 stúdentar útskrifaðir frá Kvennaskólanum við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju. Kór Kvennaskólans söng, Hinrik Snær Guðmundsson nýstúdent lék á fiðlu og Ásthildur Gyða Garðarsdóttir flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta.
Margir nemendur hlutu verðlaun fyrir góðan námsárangur í ýmsum greinum. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir 100% skólasókn og fyrir framlag til félagsmála nemenda. Efst á stúdentsprófi og dúx hópsins er Þorbjörg Anna Sigurbjörnsdóttir stúdent af náttúruvísindabraut með 1. ágætiseinkunn  9,41 og hlaut hún verðlaun úr Minningarsjóði frú Þóru Melsteð, stofnanda Kvennaskólans í Reykjavík. Semidúx er Sandra Dögg Eggertsdóttir með 9,37. Þrír aðrir nemendur hlutu einnig 1. ágætiseinkunn á stúdentsprófi, Huy Van Nguyen, Íris Ösp Reynisdóttir og Hrannar Logi Gíslason. Stúdentspennann 2015 fyrir besta lokaverkefnið hlaut Ásta Bergrún Birgisdóttir.
Skólinn sendir nýstúdentum heillaóskir. Megi gæfa og velgengni fylgja hópnum á nýjum vettvangi.
Fulltrúar nokkurra afmælisárganga voru viðstaddir skólaslitin. Sjá aðra frétt hér á heimsíðu skólans.

 

 

 

 

 

 

Allar myndir