Að sækja um í framhaldsskóla

Innritun nýnema stendur yfir og er rafræn. Allir umsækjendur fara inn á www.menntagatt.is og fylla þar út umsókn.  Allar umsóknir þurfa að hafa borist skólanum í síðasta lagi 12. júní.


Umsækjendur geta fengið aðstoð við innritun í Kvennaskólanum á skrifstofutíma, kl. 8 til 16 virka daga.
Námsráðgjafar verða til viðtals í skólanum 9. og 12. júní frá kl. 8 til 16.

Kvennaskólinn í Reykjavík býður bóknám til stúdentsprófs.
Brautirnar eru þrjár:
 - félagsfræðabraut 
 - málabraut 
 - náttúrufræðibraut

Í skólanum er bekkjakerfi en þó mikið val á 3. og 4. námsári.

Inntökuskilyrði eru samkvæmt reglugerð menntamálaráðuneytisins. Þau eru háð brautarvali nemandans.

Nánari upplýsingar um skólann eru á heimasíðu skólans, www.kvenno.is eða í síma 580 7600.