Útskrift stúdenta

Föstudaginn 21. desember voru 36 stúdentar útskrifaðir frá Kvennaskólanum við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju. Kór Kvennaskólans söng og þrír nýstúdentar, Ágústa Björg Kristjánsdóttir, Anna Lilja Björnsdóttir og Birgir Þór Björnsson, fluttu ávörp og þrjár stúdínur, Alda Dís Arnardóttir, Hrönn Guðmundsdóttir og Ingibjörg Hrönn Jónsdóttir glöddu gesti með söng.
Veitt voru verðlaun fyrir námsárangur í ýmsum greinum. Efst á stúdentsprófi og dúx skólans er Hrönn Guðmundsdóttir með meðaleinkunnina 9,02 og hlaut hún verðlaun úr Minningarsjóði frú Þóru Melsteð, stofnanda Kvennaskólans í Reykjavík. Hrönn hlaut einnig verðlaun í frönsku, líffræði og Stúdentspennan úr verðlaunasjóði dr. Guðrúnar P. Helgadóttur fyrir besta lokaverkefnið. Tryggvi Másson haut einnig verðlaun skólans fyrir sitt lokaverkefni. Bergþór Bergsson hlaut söguverðlaunin úr verðlaunasjóði frk. Ragnheiðar Jónsdóttur. Hann hlaut einnig verðlaun í jarðfræði og landafræði. Verðlaun skólans í félagsgreinum hlaut Sóley María Helgadóttir og íslenskuverðlaunin úr Móðurmálssjóði hlaut Kristinn Ólafsson.

Það eru fleiri myndir HÉR