Langar þig að verða læknir eða sjúkraþjálfari?

Miðvikudaginn 23. janúar (í næstu viku) verður inntökupróf.is með kynningu í stofu N5. Þetta fyrirtæki hefur í mörg ár boðið uppá námskeið til að þjálfa fólk í að taka inntökuprófið inn í læknadeild. Þetta inntökupróf þurfa allir sem langar að læra til læknis og þeir sem vilja verða sjúkraþjálfarar að þreyta. Það hefur sýnt sig að kerfisbundin þjálfun undir prófið stóreykur möguleikana á að ná inn.
Inntökuprof.is kom líka til okkar í fyrra og voru með mjög góða kynningu.

Kynningin verður í síðasta tíma kl. 15:40

Þessi kynning er opinn öllum nemendum skólans meðan húsrúm leyfir.