Sumarleyfi og upphaf haustannar

Skrifstofa Kvennaskólans verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með föstudeginum 29. júní og opnar aftur þriðjudaginn 7. ágúst klukkan 9:00. Skólasetning verður í Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 21. ágúst klukkan 14:00. Að henni lokinni hitta nemendur umsjónarkennarann og bekkjarfélaga sína í skólanum og fá stundatöflu og bókalista. Bókalistarnir verða einnig birtir á heimasíðu skólans www.kvenno.is. Kennsla hefst miðvikudaginn 22. ágúst samkvæmt stundatöflu.

Aðrar helstu dagsetningar á haustönn eru sem hér segir:
Fundur fyrir foreldra eða aðra aðstandendur nýnema um námsskipulag og starfshætti Kvennaskólans verður haldinn í skólanum miðvikudaginn 12. september kl. 20:00.
Haustfrí verður 18., 19. og 22. október.
Jólapróf hefjast 4. desember. Síðasta jólapróf verður 17. desember og sjúkrapróf þann 18.
Einkunnaafhending og prófsýning verður 20. des.