Dimission föstudag

Dimission 4. bekkinga verður föstudaginn 30. apríl í Uppsölum. Þá munu útskriftarefnin kveðja kennara sína, starfsfólk skólans og yngri nemendur. Athöfnin hefst kl. 10:30 og hringt verður aftur inn til kennslu kl. 12:15.