Kvennaskólanemandi á Ólympíuleikunum

Kvennaskólinn á einn fulltrúa á Ólympíuleikum fatlaðra í Peking sem hefjast 6. september. Eyþór Þrastarson, nemandi í 2FF, er í íslenska hópnum sem heldur til Kína mánudaginn 1. september og keppir í sundi á leikunum. Við í Kvennaskólanum óskum Eyþóri og samferðafólki hans góðrar ferðar og ánægjulegrar dvalar og keppni. Áfram Ísland!

Á meðfylgjandi mynd má sjá fjóra af fimm keppendum Íslands þegar þeir tóku við gjöf frá Nýherja fyrir stuttu síðan. Eyþór er lengst til vinstri en aðrir á myndinni eru (f.v.) Sonja Sigurðardóttir, Jón Oddur Halldórsson og Þorsteinn Magnús Sölvason (á myndina vantar Baldur Ævar Baldursson). Myndin er fengin að láni af heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra (www.ifsport.is).