Rigningin spillti ekki deginum

Hann var dálítið votur þetta árið, Peysufatadagur Kvennaskólans. Veður var þó milt að öðru leyti og enginn vindur og 3. bekkingar létu rigninguna ekkert á sig fá heldur skemmtu sér og öðrum daglangt. Dagurinn fór vel fram og verður eflaust nemendum mjög eftirminnilegur. Svipmyndir sem voru teknar þegar hópurinn kom við á Fríkirkjuvegi 9 eru komnar á myndasíðuna.