Frábær árangur í Þýskuþraut

Miðvikudaginn 27. febrúar sl. var haldin Þýskuþraut í framhaldskólum landsins en það er ,,keppni” í þýsku sem haldin er á vegum Félags þýskukennara á Íslandi. Nokkrir nemendur frá Kvennaskólanum tóku þátt og lentu þrír þeirra í einum af átta efstu sætunum sem er frábær árangur. Það eru María Lind Sigurðardóttir í 3. NÞ, Heimir Örn Guðnason í 1.T og Andri Björn Róbertsson í 3. T. María og Andri fá bókaverðlaun en Heimir fær í verðlaun 4 vikna dvöl í Þýskalandi næsta sumar. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn og þökkum um leið öllum þeim sem tóku þátt í þrautinni fyrir hönd okkar skóla.