Nemendur í fjölmiðlafræði heimsækja RÚV

Fimmtudaginn 28. febrúar s.k. fór hópur nemenda í fjölmiðlafræði (FJÖ103) í Ríkisútvarpið til að kynna sér starfsemina. Þar fengu nemendur að fylgjast með útsendingu í útvarpi, fara í stúdíó og sjá þar "galdra" gerast. Sáu nemendur söguna ljóslifandi þegar farið var í gegnum leikmunageymsluna. Á móti hópnum tók Steindór Ingi Snorrason starfsmaður markaðsdeildar.