Skólinn byrjar þriðjudaginn 19. ágúst

Skólinn verður settur þriðjudaginn 19. ágúst kl. 9:00 í matsalnum í Uppsölum, Þingholtsstræti 37. Ætlast er til að allir nýnemar, 1. bekkingar, mæti þangað. 
Eftir skólasetninguna (um kl. 9:30) eiga nýnemar að hitta umsjónarkennara sína í Miðbæjarskólanum skv. nánara skipulagi sem verður tilkynnt við skólasetninguna. Gert er ráð fyrir dagskrá með nýnemum til kl. 12 þennan dag. Kennsla í 1. bekk byrjar svo miðvikudaginn 20. ágúst skv. stundaskrá.

Eldri nemendur, 2. - 4. bekkur, koma til kennslu skv. stundaskrá þriðjudaginn 19. ágúst kl. 13:20. 
Þeir eiga sjálfir að  nálgast stundatöflur sínar í Innu ásamt bókalistum og vera með þetta tilbúið á þriðjudag. Ekki verður sérstök skólasetning fyrir þá en skólameistari mun heimsækja eldri bekkina fljótlega. 

Skólameistari