"Og á morgun skín maísól..."

Kór Kvennaskólans heldur árvissa vortónleika 1. maí kl. 15.00 í Fríkirkjunni. Sungin verða íslensk og erlend lög af margvíslegum toga. Kórfélagar troða upp með söngatriðum og hljóðfæraleik. Stjórnandi er Margrét Helga Hjartardóttir og píanóleikari Þórunn Þórsdóttir. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Kaffiveitingar verða seldar á vægu verði í matsal Kvennaskólans eftir tónleika og rennur ágóði í kórsjóð.