Ingibjörg á Ísafirði

Ingibjörg Guðmundsdóttir skólameistari Kvennaskólans hefur orðið við beiðni Menntamálaráðuneytisins og mun setjast í stól skólameistara Menntaskólans á Ísafirði skólaárið 2006-2007. Hún verður í leyfi frá störfum í Kvennaskólanum á meðan og mun Oddný Hafberg aðstoðarskólameistari gegna stöðu skólameistara Kvennaskólans í fjarveru Ingibjargar og Ingibjörg Axelsdóttir íslenskukennari verður aðstoðarskólameistari. Ingibjörg fær hlýjar kveðjur frá öllum í Kvennaskólanum og bestu óskir um gott gengi og ánægjulega dvöl fyrir vestan.

Á myndinni hér til hliðar eru Ingibjörg Guðmundsdóttir og Oddný Hafberg í Kvennaskólanum.