Skólasetning og nýnemaratleikur 2012

Nýnemar Kvennaskólans í Reykjavík mættu til skólasetningar í Uppsölum kl níu í morgun og hlýddu á orð skólameistara, Ingibjargar Guðmundsdóttur. Að því loknu hittu nýnemar umsjónakennara sína og voru því næst sendir í ratleik um skólabyggingarnar þrjár. Í leiknum voru nemendur látnir svara spurningum, leysa léttar þrautir sem byggðu á því að kynna þeim skólahúsnæðið, afla sér upplýsinga um starfsemi skólans og kynnast starfsfólki og nýjum skólafélögum.

Eldri nemendur mættu til kennslu eftir hádegið skv. stundaskrá.


1NB voru sigurvegarar í ratleiknum.  Þau fengu lukkutröll og súkkulaði í verlaun fyrir góða frammistöðu.

Mjólkursamsalan gaf öllu að smakka nýjan drykk.