Vel heppnuð kórferð til Lundúna

 Kór Kvennaskólans kom heim frá Lundúnum síðastliðið mánudagskvöld eftir vel heppnaða söngferð. Á föstudegi og laugardegi söng kórinn fyrir gesti og gangandi í Covent Garden Market, hélt æfingu í sendiráði Íslands, fór í leikhús og skoðaði borgina, m.a.í skemmtilegri skoðunarferð í ískulda í tveggja hæða strætó. Á sunnudeginum söng kórinn í íslenskri messu og hélt svo tónleika í sömu kirkju fyrir landa okkar og vini þeirra í stórborginni. Var tónleikunum vel tekið af tónleikagestum.
Kórstúlkurnar stóðu sig vel í alla staði og voru sjálfum sér og skólanum til mikils sóma í ferðinni. Er hópurinn þegar farinn að huga að frekari ferðalögum á næsta ári.

 

Kór Kvennaskólans í London
Kórinn í Covent Garden Market


Kór Kvennaskólans í London
Í skoðunarferð á efri hæðinni á tveggja hæða strætisvagni.