Berlínarferð 3.T

Dagana 2.-5. febrúar fóru nemendur í 3. T í náms- og menningarferð til Berlínar. Markmið ferðarinnar var að skoða helstu kennileiti sem fjallað er um í þýskunáminu og upplifa anda hinnar sögufrægu borgar. Meðal annars var farið í fjögurra tíma kynnisferð í rútu um borgina, gengið eftir hinni þekktu breiðgötu Unter den Linden og að Brandenborgar hliðinu, Þinghúsinu og að minnismerki um helförina. Einnig var farið upp í sjónvarpsturninn sem stundum hefur verið nefndur „tákn Austur-Berlínar“. Að lokum fóru nemendur í íslenska sendiráðið og heimsóttu hinn þekkta háskóla „Humboldt Universität“ þar sem þeir voru í íslenskutíma með þýskum jafnöldrum og mátti þar heyra bæði tungumálin, íslensku og þýsku.
Hægt er að sjá myndir úr ferðinni með því að smella hér.