Stofnun Sambands íslenskra framhaldsskóla

Nú á dögunum voru stofnuð ný hagsmunasamtök nema á framhaldsskólastigi, Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF). Um er að ræða allsherjar hagsmuna- og þjónustufélag íslenskra framhaldsskólanema. Megin stefnumál þessa nýja félags eru að gæta hagsmuna og réttinda framhaldsskólanema sem og vera upplýsinga- og þjónustuaðili fyrrnefnds hóps.
Félagið er með starfandi skrifstofu í húsnæði Hins Hússins, sem er opin alla virka daga milli kl. 9 og 16. Kvenskælingum, sem og öllum aðildarfélögum SÍF, er velkomið að koma á skrifstofuna eða hringja í síma 551-4410, ef einhverjar spurningar vakna.
Þá ber að nefna að stjórn SÍF inniheldur 3 nemendur Kvennaskólans, það eru þau Gabriella Unnur Kristjánsdóttir (Formaður SÍF), Lilja Dögg Jónsdóttir (Alþjóðafulltrúi) og Sindri Rafn Þrastarson (fulltrúi menntamála).