Örnámskeið í stjórnun prófkvíða.

Örnámskeið í stjórnun prófkvíða.

Kæri nemandi. Ef þú átt það til að vera kvíðin(n) fyrir próf, eða í prófi þá er tími til kominn að vinna í málinu. Við erum tilbúnar að aðstoða og ætlum að halda stutt námskeið í stjórnun prófkvíða.

Tími: 11:30 – 12:00 á þriðjudögum

Alls 4 skipti: 22.,  29. mars og 5. og 12. apríl

Staður: Viðtalsherbergi Ingveldar á 2. hæð til hægri í Uppsölum

Þeir nemendur sem hugsa sér að sækja um lengri próftíma vegna prófkvíða eru skyldugir til að taka þátt í námskeiðinu.

Skráning fer fram á aðalskrifstofu Kvennaskólans, Fríkirkjuvegi 9 og hjá Ingveldi í Uppsölum.

Hildigunnur og Ingveldur,
námsráðgjafar