Jólatónleikar Kórs Kvennaskólans í Reykjavík verða haldnir laugardaginn 1. desember í Fríkirkjunni í Reykjavík

Árlegir jólatónleikar Kórs Kvennaskólans í Reykjavík verða haldnir laugardaginn 1. desember kl 14:00 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Á tónleikunum verða sungin bæði klassísk og óhefðbundin jólalög. Aðgangur inn á tónleikana er ókeypis en jólaleg veitingasala verður eftir tónleikana og er hún jafnframt aðal fjáröflun kórsins. Veitingasalan verður í mötuneytinu í Uppsölum Þingholtstræti 37. Aðgangseyrir er 500 kr í matsalinn, en þar verða á boðstoðnum léttar veitingar.

Við hvetjum sem flesta til að mæta og hlusta á hugljúfa jólatónlist.