Leikskólabörn í heimsókn

 

Nemendur í barnabókmenntum hafa í lok annar verið að skapa eigin myndskreyttar barnabækur eða hugmyndir að barnabókum. Við verkefnagerðina hafa nemendur í huga allt það sem fjallað hefur verið um í áfanganum í tengslum við gildi lestrar og gæði barnabóka. Á miðvikudaginn var fengu nemendurnir 14 börn af leikskólanum Seljaborg í heimsókn og fengu þau að sjá hluta afrakstursins. Verkefni nemendanna fengu góða dóma hjá börnunum og að lestri loknum var boðið upp á kakó og piparkökur.