Þórarinn Eldjárn er höfundur ljóðs vikunnar að þessu sinni.

Hann er fæddur 22. Ágúst 1949. Eftir stúdentspróf lagði Þórarinn stund á bókmenntir og heimspeki við sænska háskóla. Þórarinn hefur skrifað smásögur, skáldsögur og leikrit og þýtt sögur, leikrit og barnabækur. Hann hefur gefið út fjölda ljóðabóka fyrir bæði börn og fullorðna.
Ljóð vikunnar er úr ljóðabók fyrir börn (Óðfluga frá 1991)sem Þórarinn gerði í samstarfi við systur sína Sigrúnu Eldjárn sem gerði myndirnar (hefur einnig komið út í bókinni Óðhalaringla gefin út 2004).

Egilssaga

Bilað hafði bóla.
blóð úr henni flóði,
Ámátlegur aumur
Egill gáði í spegil.
Músum brynnir, másar:
-Mamma, pabbi, amma...!

Anginn féll í öngvit,
Enda var hann kenndur.