Epladagurinn 21. nóvember

Í dag 21. nóvember er epladagurinn í Kvennaskólanum.  Epladagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í Kvennaskólanum í Reykjavík síðan 1921. Ýmislegt hefur verið sér til gamans gert í skólanum í eplavikunni sem hófst á mánudaginn.  Í dag er kennt til kl.13:10 en þá hefst  skemmtidagskrá í Uppsölum.  Þar fer fram rauðkukeppni þ.e. keppni um hver er rauðklæddastur, eplalagakeppni og eplamyndin verður sýnd.  Nemendur bjóða umsjónarkennurum sínum út að borða í kvöld og síðan verður hið vinsæla eplaball haldið í Gullhömrum Grafarholti og hefst það kl.22:00. Nemendur fá leyfi í fyrsta tíma á morgun og hefst kennsla kl. 9:20.

Lesa má um hvers vegna byrjað var að hafa eplakvöld hér