Heimsókn í Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Starfsfólk Kvennaskólans fór í heimsókn í Fjölbrautaskóla Snæfellinga á Grundarfirði þriðjudaginn 6. febrúar. Sá skóli er með talsvert öðru sniði en hefðbundnir framhaldsskólar á Íslandi og á það bæði við um kennslufyrirkomulagið og húsnæðið. Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari tók á móti okkur, sýndi okkur skólann og hélt svo fyrirlestur um starfsemina. Eftir hádegismat sat hún fyrir svörum enda höfðu margar spurningar vaknað. Þetta var afar fróðleg heimsókn og það voru ánægðir ferðalangar og margs vísari sem héldu heim á leið síðdegis. Við þökkum Snæfellingum frábærar móttökur og þeim sem vilja kynna sér skólann betur er bent á heimasíðu hans www.fsn.is.