134. starfsár Kvennaskólans hefst

Þá er komið að því að Kvennaskólinn í Reykjavík hefji sitt 134. starfsár. Skólasetning Kvennaskólans verður í Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 21. ágúst klukkan 14:00.
Að henni lokinni hitta nemendur umsjónarkennarann og bekkjarfélaga sína í skólanum og fá stundatöflu og bókalista.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 22. ágúst.