Dimissjón 2007

Útskriftarnemar 2007 kvöddu skólann sinn og kennara í Uppsölum föstudaginn 27. apríl. Það voru víkíngar, prumpublöðrur, brúðir, Super Marioar, bananar, mörgæsir og spákonur sem skemmtu viðstöddum með ýmsu glensi og færðu kennurum gjafir. Skemmtunin fór vel fram þó 3. bekkingar þyrftu að hafa sig alla við að taka til á eftir;)
Um kvöldið buðu nemendur síðan starfsfólki skólans í mat og frekari skemmtun í félagsheimili Seltjarnarness.