Landskeppnin í efnafræði

Góð þátttaka var hjá okkar nemendum í Landskeppninni í efnafræði sem var haldin 28.febrúar.
Ein úr þeim hópi Rebekka Helga í 4NS komst í 15 manna úrslit og keppti aftur í fræðilegri og verklegri efnafræði um síðustu helgi. Rebekka var meðal 10 efstu keppenda. Við óskum Rebekku Helgu til hamingju með frábæran árangur.